100. húsið

Landstólpi ehf. náði þeim merka áfanga nýlega að handsala samning á hundraðasta stálgrindarhúsinu. Heppinn kaupandi þess er Ökuskóli 3 ehf.

Á sýningunni ,,Verk og vit“ sem haldin var nýlega, notuðum við því tækifærið og afhentum forsvarsmönnum ökuskólans viðurkenningu fyrir að vera 100. hús Landstólpa. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Björgvin Þór Guðnason, stjórnarmann í Ökuskóla 3 og formann Ökuskóla Íslands, taka við viðurkenningunni úr hendi Arnars Bjarna Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Landstólpa.

Hið nýja skólahúsnæði er við Reykjanesbraut 200 og stendur við kvartmílubrautina í Kapelluhrauni. Staðsetning þess hefur þannig góð samlegðaráhrif á bæði Kvartmíluklúbb og Ökuskóla þar sem aðstaða hvors um sig kemur til með að nýtast hinum. 

Hinn nýji ökuskóli verður rúmlega 700 fermetrar að stærð og mun m.a. hýsa veltibíl ökuskólans.

Hafist verður handa við reisingu eftir páska. Húsið verður hið glæsilegasta í alla staði og mun gjörbreyta allri aðstöðu skólans.

Þetta er jafnframt fyrsta skólahúsnæði sem Landstólpi ehf. reisir og erum við stolt af því að stálgrindarhús frá okkur hafi orðið fyrir valinu.