Bændakaffi 22. apríl - Dýralæknir kemur í heimsókn

Föstudaginn 22. apríl milli kl. 10-11 er komið að morgunkaffinu hjá okkur í Landstólpa, Gunnbjarnarholti.

Til okkar kemur Sveinn Ólason, dýralæknir og ræðir við okkur um það helsta sem tengist heilsufari og heilbrigði skepna á þessum árstíma.

Þá gefst gott tækifæri til að spyrja dýralækninn að öllu er viðkemur sauðburði, bólusetningum,  ofl.

Við erum líka sannfærð um að Sveinn muni svara vel öllum spurningum varðandi dýrhald og heilbrigði enda reynslumikill og góður dýralæknir á ferð.

Í síðasta mánuði áttum við góða morgunstund með fjölmörgum gestum sem heimsóttu okkur. Viljum við gjarnan fá ykkur öll aftur og fleiri með.

Í bændakaffinu á föstudaginn verða að venju á boðstólum vörur á góðu tilboði. Nú ætlum við bjóða allt Josera gæludýrafóður og sauðfjárvörur úr verslun á 15% afslætti. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudaginn og eiga með okkur góða morgunstund.

Starfsfólk Landstólpa,