- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Landstólpi hefur hafið sölu á starrafælum. Starrafælurnar er hægt að nota inni í fjósi eða úti.
Bird Gard Super Pro starrafælan er sértaklega hönnuð til að senda frá sér lágtíðni hljóð frá ákveðnum fuglum og dýrum. Hljóðin úr starrafælunni eru mismunandi eftir hvaða hljóðkort er notað. Bird Gard Super Pro kemur með fjórum hágæða hátölurum sem tryggja hágæða hljóð. Hátalararnir koma í veður þolnu boxi sem þolir flest öll veðurskilyrði.
Hægt er að stilla Bird Gard Super pro þannig að hann henti þínum þörfum, það helsta sem hægt er að stilla er hljóðstyrkur, ákveðnar samsetningar af hljóðum, hægt er að stilla hvenær dags tækið sendir frá sér hljóð, hvort það sé bara á daginn, bara á nóttunni eða allan sólarhringinn.
Á 40 – 50 sekúndna fresti sendir tækið frá sér hljóð sem valið er af handhófi, tíðni hljóðsins er einnig handhófskennd sem og úr hvaða hátalara hljóðið kemur. Með þessu þá hljómar eins og það séu margir fuglar á stóru svæði í vanda.
Með tækinu er hægt að fá mismunandi hljóðkort eftir því hvaða fugl tækið á að fæla í burtu. Framan á stjórnstöðinni er hljóðkortið og er auðvelt að skipta um og setja nýtt hljóðkort í ef þess gerist þörf.
Auðvelt er að festa stjórntækið á vegg eða staur með festingunum sem fylgja. Bird gard super pro með 4 hátölurum verndar svæði sem er 182 x 182 metrar.