Er kötturinn þinn með fæðuóþol?

Nú erum við komin með nýtt kattafóður sem hentar einstaklega vel fyrir ketti með fæðuóþol. Fóðrið samanstendur að mestu af laxi, hrísgrjónum og kartöflum og hentar þess vegna einnig fyrir ketti sem elska fisk. Sérvalin hráefni í fóðrinu innihalda einungis prótein unnin úr bragðgóðum laxi, hrísgrjónum og kartöflum. Upplögð næringarefni fyrir ketti með viðkvæmt meltingarkerfi.

  • Inniheldur lax, hrísgrjón og kartöflur sem kettir eiga mjög auðvelt með að melta.
  • Inniheldur hátt hlutfall af laxi fyrir sælkera.
  • Mikilvægar fitusýrur úr laxi tryggja glansandi, silkimjúkan feld og heilbrigða húð.
  • Hentar vel fyrir ketti með ofnæmi og er fæðið auðmeltanlegt.

Samsetning á fóðrinu: þurrkaður lax, hrísgrjón, kartöflur, þurrkuð alifuglafita, sykurrófukvoða, kartöfluprótein, vatnsrofið fiskprótein og steinefni.

Marinesse fæst í pakkastærðinni: 2 kg.

Innihaldslýsingu og nánari upplýsingar má finna hér.