Erum við að leita að þér?

Trésmiðir

Á mannvirkjasviði vantar okkur trésmiði eða verkamenn með mikla reynslu í hópinn í verkefni okkar víðs vegar um landið. Um framtíðarstarf er að ræða.

Landstólpi ehf. var stofnað árið 2000. Starfsemi Landstólpa skiptist í mannvirkjasvið, landbúnaðarsvið, þjónustusvið og vélasvið. Einnig rekur Landstólpi tvær verslanir ásamt lager.

Hjá Landstólpa starfa hátt í 50 manns og lögð er rík áhersla á gott og faglegt vinnuumhverfi þar sem að fólki líður vel. Verkefnastaða félagsins á mannvirkjasviði er mjög góð.

Helstu verkefni og ábyrgð
Mótauppsláttur og almenn steypuvinna.
Reisning stálgrindarhúsa.
Almennur utanhúsfrágangur, ísetning glugga, hurðar og utanhúsklæðningar.
Innanhúsfrágangur svo sem innveggir, loft, ísetning innihurða, uppsetning innréttinga o.s.frv.
Viðhaldsverkefni.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Iðmenntun í faginu.
Víðtæk reynsla.
Reglusemi og stundvísi.
Íslensku eða góð enskukunnátta skilyrði.