Fagferð 2015

Farin var fagferð til Hollands dagana 4.-8. mars þar sem haldið var fjósbygginganámskeið. Hópurinn sem sótti námskeiðið samanstóð af 32 manns sem komu víðs vegar af landinu. Byrjað var á að fara í heimsókn í fóðurstöð DeHeus í Utrecht þar sem Johan Verhoek útflutningsstjóri og sérfræðingur í fóðrun mjólkurkúa tók á móti hópnum og fræddi. Dick Heideman hönnunarráðgjafa hjá Agra-Matic tók svo við og fór yfir það hvað skiptir máli við hönnun fjósa. Einnig var framleiðsluferli fóðurs í verksmiðjunni skoðað.

Landstólpi er innflutningsaðili fyrir Trioliet fóðurkerfi sem framleidd eru í Hollandi og fengu þáttakendur að fara í heimsókn í verksmiðju þeirra í Oldenzaal. Þar tók Robin Hansen sölustjóri Trioliet á móti fólki og hélt kynningu um Trioliet fóðurkerfin. Eftir kynninguna var farin skoðunarferð um samsetningarverksmiðju þeirra.

Í ferðinni voru fjögur hollensk fjós heimsótt sem voru mjög ólík. Í fjósunum fengu þáttakendur að kynnast ólíkum lausnum við fóðrun, hýsingu og mjaltir mjólkurkúa.

Við viljum þakka samferðafólki kærlega fyrir frábæra ferð og hér má sjá mynd af hópnum sem tekin var fyrir framan Trioliet blandara.

Fleiri myndir úr ferðinni koma inn á facebook síðu Landstólpa á næstunni.