...

Fagferð Landstólpa 2025

 

- FRÁ TÚNI TIL TÖÐU -

 
Nú heldur Landstólpi af stað í fagferð Landstólpa 2025, ferðin verður farin dagana 18. - 21. mars. Eins og svo oft áður er ferðinni heitið til Hollands en einnig verður komið við í Þýskalandi.
 
👉 Verð á mann m.v. einstaklingsherbergi kr. 190.000*
👉 Verð á mann m.v. tvo í herbergi kr. 160.000*
*Innifalið í fargjaldi er: Flug, gisting, rúta og fararstjórn.
 
Skráning í síma 480 5600 eða í netfangið eirikur@landstolpi.is
 

TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ! - Skráningarfrestur til 24. FEBRÚAR!

 
Megináhersla ferðarinnar verður allt sem við kemur stæðugerð. Meðal annars munum við skoða forsteypta stæðuveggi, sjálfvirkan yfirbreiðslubúnað og Holaras stæðujöfnunarbúnað.
Einnig skoðum við Fullwod Joz mjaltaþjóna, kíkjum á framleiðslu á heyhleðsluvögnum og skoðum kúabú. Mögulega bætast við heimsóknarstaðir þegar nær dregur ☺️