Fóðurspjall framundan - dagsetning funda og fundarstaðir

Markviss kjarnfóðrun- betri afkoma

Markviss kjarnfóðrun er einn af meginþáttum góðrar afkomu kúabænda og segja má að hún stjórni að langmestu leyti afurðasemi búanna. Samkvæmd könnun sem Landstólpi gerði síðastliðinn vetur, ásamt Myrthe Brabander, þáverandi nema í fóðrun mjólkurkúa frá CAH Vilentum landbúnaðarháskólanum í Hollandi, er víða pottur brotinn við uppsetningu kjarnfóðurtaflna. Jan William Hakvoort er einn fremsti sérfræðingur heims við uppsetningu fóðurtaflna. Hann kemur á fóðurfundina og á við okkur samræður og leiðbeinir okkur við uppsetningu á fóðurtöflum. Honum til halds og traust er Johan Verhoek, sérfræðingur í fóðrun mjólkurkúa, ásamt fulltrúum Landstólpa. Johan Verhoek flytur svo stutt erindi um óerfðabreytt fóður.

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: 

Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu -mánudaginn 3. október kl. 20
Félagsheimilið Rimar í Svarfaðardal -þriðjudaginn 4. október kl. 10:30
Kaffi Kú, Garði í Eyjafjarðarsveit -þriðjudaginn 4. október kl. 15
Dalakofinn á Laugum í Reykjadal -þriðjudaginn 4. október kl. 20
Fjóshornið á Egilsstöðum -miðvikudaginn 5. oktober kl. 11
Félagsheimilið Hvoll á Hvolsvelli -fimmtudaginn 6. október kl. 10:30
Landstólpi í Gunnbjarnarholti -fimmtudaginn 6. október kl. 15