Frá hugmynd að fjósi - námskeið um tæknilegar lausnir í fjósum

Dagana 29-31 janúar verða haldin námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti er lúta að grunnhönnun fjósa, frágangi og notkun þeirra. Námskeiðin verða á Suðurlandi, Skagafirði og í Eyjafirði (sjá dagsetningar neðst).


Fjallað verður um nýjungar á sviði mjaltatækni og hönnunar á mjaltaaðstöðu sem og kynntar mikilvægustu breytingar á hönnunarforsendum síðustu 10 ára.
Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á hönnun á sk. velferðarstíum eða velferðarrými og kynntar nútíma lausnir við hönnun mjaltaþjónafjósa.
Rætt verðum um í máli og myndum um tækifæri og vandamál sem skapast þegar bú eru stækkuð og þeim breytt auk fleiri atriða.


Fyrirlesari á námskeiðunum verður Snorri Sigurðsson, ráðgjafi við þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku.
Snorra Sigurðsson þekkja flestir bændur hér á landi en hann hefur unnið bæði við kennslu og rannsóknir í tengslum við nautgriparækt í mörg ár og hefur verið ötull við að miðla fræðslu til bænda með tíðum greinaskrifum í Bændablaðið og á heimasíðu Landssambands kúabænda.
Snorri starfar sem ráðgjafi hjá þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku og er aðalstarf hans að leiðbeina dönskum kúabændum um atriði sem lúta að mjólkurgæðamálum, tækni í fjósum og aðbúnaði gripa og hönnunar á nærumhverfi þeirra.


Greiða þarf 12.500 kr fyrir þátttöku en námskeiðin uppfylla kröfur Starfsmenntasjóðs Bændasamtaka Íslands um tímalengd og faglegt innihald og því geta þátttakendur sótt um styrk frá sjóðnum eftir að þátttöku er lokið.
Staðfesta þarf skráningu á námskeiðið í síma 480-5600 eða með tölvupósti til landstolpi@landstolpi.is
Námskeiði hefjast klukkan 09:00 og standa til 17:00

Námskeiðin verða á eftirtöldum stöðum:
Landstólpa 29. janúar
Vélaval 30. janúar
Kaffi kú 31. janúar