- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Landstólpi býður kúabændum umhverfis landið á áhugaverða fyrirlestra alþjóðlegra fagmanna í fóðrun mjólkurkúa.
Johan Verhoek, sérfræðingur í fóðrun mjólkurkúa hjá de Heus, fjallar um auðveldu leiðirnar til aukinnar mjólkurframleiðslu og meiri mjólkurfitu.
Myrthe Brabander, ráðgjafi í fóðrun hjá Landstólpa, greinir frá niðurstöðum könnunar og viðtala við bændur sem unnin hafa verið undanfarin misseri þar sem áhersla hefur verið á hagræðingu og hámarksnýtingu fóðurs til afurða.
Sævar Örn Gíslason, yfirmaður fóðursviðs hjá Landstólpa, greinir frá þróun kjarnfóðurssölu hjá Landstólpa og þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð með kúabændum víðsvegar um landið.
Fundirnir eru opnir öllum og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fundargesti og verða fyrirlestrar þýddir.
Fundir
Vesturland: Mánudaginn 12. okt kl. 20.30 í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Norðurland: Þriðjudaginn 13. okt kl. 11.00 – 14.00 á Kaffi Kú Garði
Austurland: Miðvikudaginn 14. okt kl. 11.00 – 14.00 í Fjóshorninu Egilsstöðum
Suðurland: Fimmtudagur 15. okt kl. 11.00 – 14.00 hjá Landstólpa Gunnbjarnarholti
Dagskrá
Húsið opnað
Meiri mjólk, meiri fitu: Auðveldu leiðirnar – Johan Verhoek
Tækifæri til hagræðingar – Myrthe Brabander
Þróunin og verkefnin framundan – Sævar Örn Gíslason
Umræður og fyrirspurnir
Fundi slitið