Hressir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn

Við vorum svo heppin að fá til okkar áðan 90 hressa áttundu bekkinga úr Varmárskóla í vísindaferð ásamt fylgdarliði kennar.

Þegar þau höfðu lokið við að skoða fjósið í Gunnbjarnholti grilluðu kennararnir pylsur í þau og allir fóru saddir og sælir heim og margs vísari um íslenskan kúabúskap.

Okkur þótti mjög gaman að taka á móti þeim og voru þau mjög áhugasöm, mikið var spurt út í mjaltatæknina og vöktu mjaltaþjónarnir mikla athygli ásamt öllum litlu kálfunum.

Við þökkum krökkunum og fylgdarliði kærlega fyrir komuna og vonum að öllum hafi þótt jafn gaman og okkur.