Josilac ® íblöndunarefni er lífrænt íblöndunarefni fyrir betri verkun á heyi, hvort sem er í stæður, rúllur eða stórbagga. Josilac ® íblöndunarefnið hentar fyrir allar gerðir af grasplöntum, grænfóðri og belgjurtum. Bestur árangur næst með 20 – 40% þurrefnismagn í votheyi.
Virkni efnisins:
Mjólkursýrubakteríur örva mjólkursýrugerjun og við það lækkar pH gildið strax. Samsetning nokkurra stofna mjólkursýrubakteríunnar veldur breiðvirkri og góðri gerjun. Ensím sem eru í íblöndunarefninu styðja við gerjunina með því að leysa upp umfram plöntusykur og leggja til hvarfefni ásamt því að formelta fæðuna. Vegna samspils þessara þátta verður góð og örugg gerjun þrátt fyrir erfiðar aðstæður (t.d. rök veðurskilyrði eða lágur sykurstyrkur).
Helstu kostir Josilac ® íblöndunarefnisins:
- Lágt gerjunartap vegna stýrðs og snöggs gerjunarferlis
- Hærra næringargildi vegna þess að sykur umbreytist hratt og vel í mjólkursýrugerla og ediksýru en engir smörsýrugerlar verða til
- Fóðrið ést betur vegna þess að það er lystugra
- Próteininnihald er hærra vegna þess að niðurbrot próteins minnkar
- Meiri möguleikar eru á að ná hærri nytum frá þínu eigin heyi
- Það þarf ekki eins mikið kjarnfóður og próteinfæðu og þess vegna getur fóðurkostnaður lækkað