Landstólpi á Eurotier 2024

Við ætlum að skella okkur á Eurotier sýninguna í Hanover í Þýskalandi. 

Sýningin stendur frá þriðjudeginum 12. nóvember til og með föstudeginum 15. nóvember. 

Hægt verður að hitta á sölufulltrúar Landstólpa í þessum básum í vikunni: 

Þriðjudagur:

Kl: 14:00

Ert þú í hugleiðingum með heilfóðurkerfi, blandara og eða stæðuskera líttu við á okkur á þriðjudaginn kl: 14:00 í Trioliet básnum.

Fimmtudagur:

Kl: 09:30

Kálfafóstrunar frá Urban hafa marg sannað sig við íslenskar aðstæður. Við tökum á móti ykkur í Urban básnum kl: 09:30

Kl: 13:00

Easy Silage framleiðir yfirbreiðslubúnað með fjölnotadúk. Við verðum þar kl: 13:00 að kynna allt það helsta frá þeim.

Kl: 14:00

Bosch Beton er með margra ára reynslu á forsteyptum stæðuveggja einingum, þessir veggir hafa nú þegar sannað gildi sitt hér heima.

 

Það verða fleiri þekkt merki frá Landstólpa á sýningunni og listi hér að neðan af þeim:

 Landstólpi hefur flutt inn hágæða steinefni og íblöndunarefni frá Josera í langan tíma með góðum árangri hér á landi.

 Spinder býður uppá mikið úrval innréttinga, bása, læsigrinda, útdraganlega grinda og fl.

 Suevia býður uppá mikið úrval af vatnsdöllum og körum.

 Arntjen loftræstigluggarnir hafa verið hér á landi í mörg ár, þekkjast líka undir nafninu Vélavalsgluggar

 EasyFix býður uppá mikið úrval af velferðar innréttingum og velferðagólfum.

 Hanskamp býður uppá kjarnfóðurbása, þjófahlið á kjarnfóðurbása og gegnumganganlega kjarnfóðurbása.

 Koudijs er útflutnings fyrirtæki Deheus, þeir framleiða kjarnfóðrið okkar og hafa gert síðan 2005.

 Dairypower er hvað þekktast hér á landi fyrir að framleiða flórsköfur. En í dag eru þeir brautryðjendur í Aeration kerfum, sem er loftkerfi í haughús til að hræra uppí þeim með lofti.

 Holaras eru mjög framarlega í hönnun og framleiðslu á stæðujöfnunarbúnuðum og stæðuþjöppurum.