McHale sláttuvélar!

 McHale sláttuvélar eru búnar mjög sterku sjö diska sláttuborði sem skilar sér í rúmlega 3 metra sláttubreidd. Tannhjólin eru í olíubaði sem tryggir endingu og dregur úr hávaða.

Sláttuvélarnar eru sérhannaðar til þess að fylga ójöfnum í túnum og lágmarka því að jarðvegur fari saman við heyið.

Þær eru búnar öflugum stáltindaknosurum.

R3100 - Afturvél - kr. 2.880.000 + vsk

  • Þykkari tannhjól í sláttuborði en gengur og gerist (25mm).
  • Engar reimar, drifknúin niður í sláttuborð.
  • Vélin fer í 110°við flutning sem tryggir betri þyngdardreifingu og lækkar hæstu punkta.
  • Stillanlegur niðurþrýstingur á sláttuborði.
  • Stillanlegur hraði á knosara; 1000rpm, 700rpm og slökkt.
  • Hægt er að losa um allan glussaþrýsting með einum krana á vélinni.
  • Hreyfanleiki í allar áttir sem bæði tryggir að vélin fylgir landslaginu einstaklega vel og ver vélina fyrir skemmdum við árekstra.

F3100 - Framvél - kr. 2.990.000 +  vsk

  • Framvélin er einstaklega hreyfanleg og fylgir landslaginu mjög vel.
  • 17° fram/aftur hreyfanleiki
  • 500mm upp/niður hreyfanleiki
  • Innbyggð fjöðrun sem tryggir að hún starfar óháð frambeisli dráttarvélar

Nálgast má bækling HÉR.
Tæknilegar upplýsingar má nálgast HÉR.
Afturvélin fékk flott meðmæli frá honum Sigurði Loftssyni sem má lesa HÉR.

Hafið samband við sölufulltrúa Landstólpa fyrir frekari upplýsingar í síma 480-5600 eða á netfangið landstolpi@landstolpi.is