Nýtt viðbótarfóður fyrir nautgripi

DairyPilotFlavoVital® er ljúffengt viðbótarfóður fyrir nautgripi sem inniheldur pólýfenól úr völdum ávöxtum og kryddjurtum (FlavoVital), B-vítamín og lifandi gerla. DairyPilot er hentugt til þess að viðhalda góðri nyt og heilbrigði. DairyPilot er ráðlagt út frá hagkvæmum og heilsufarslegum sjónarmiðum fyrir hjörðina þína. 

 JOSERA DairyPilot er heildarlausn fyrir allt mjólkurskeiðið sem viðheldur nyt og bætir efnainnihald. Með FlavoVital®, B-vítamíni og lifandi gerlum, er DairpyPilot einstök blanda, sem er fengin út frá ítarlegum JOSERA rannsóknum og prófuð á yfir 6000 kúm á mismunandi tilraunabúum. 

 Þinn ágóði af notkun DairyPilot:

  • öflugar hjarðir sem batast fljótt
  • hærri nyt og meiri fita
  • betri velferð dýra
  • meiri ró og yfirvegun í fjósinu
  • betri afkoma

 FlavoVital® er einstök blanda úr virkum efnum sérsniðin til þess að nýta samverkandi áhrif sérvalinna ávaxta og kryddjurta til að auka heilbrigði og velferð dýranna. 

 Þetta birtist í kostum vörunnar sem eru:

  • styrkir taugakerfið og veitir vörn gegn bólgum
  • stöðug efnaskipti og mikil skilvirkni efnaskipta
  • mikil vambarvirkni og stöðugt pH-gildi
  • mikil fóðurinntaka og bættur fóðurstuðull ásamt bættri orkunýtingu

Við mælum með 100 gr á dag á hverja kú og allt upp í 200 gr á álagstímum. Fyrir kálfa í uppeldi er ráðlagt að gefa 20-50 gr.

Pakkastærð: 20 kg.

Hægt er að lesa meira um það hér: DairyPilot