Reikningsviðskipti

Vegna aukinna umsvifa í rekstri Landstólpa ehf. og fjölgun viðskiptavina höfum við tekið þá ákvörðun að viðskiptavinir okkar þurfi að undirrita samning  sem varðar reikningsviðskipti. Þetta fyrirkomulag er hluti af gæðastýringu og endurskipulagningu innan fyrirtækisins.

Við munum á næstu dögum hafa samband við þá viðskiptavini sem hafa átt við okkur viðskipti á árinu 2020 og leiðbeina þeim varðandi umsókn á áframhaldandi reikningsviðskiptum.

Þeir viðskiptavinir sem ekki hafa átt viðskipti við Landstólpa á þessu ári en hafa áhuga á að vera í reikningsviðskiptum þurfa að fylla út eftirfarandi form:

UMSÓKN UM REIKNINGSVIÐSKIPTI – EINSTAKLINGUR
UMSÓKN UM REIKNINGSVIÐSKIPTI – LÖGAÐILI

Þegar umsókn hefur verið send áskiljum við okkur 3-5 virka daga í afgreiðslufrest. Ef umsókn er samþykkt munum við senda viðkomandi viðskiptavin samning til undirritunar. Viðskiptavinur er beðinn um að  senda okkur frumrit til baka, að því loknu eru reikningsviðskipti staðfest.

Vinsamlegast lesið yfir viðskiptaskilmála okkar áður en umsókn er útfyllt. 

Frá og með 1. ágúst næstkomandi verður ekki hægt að vera í reikningsviðskiptum við Landstólpa án þess að hafa undirritað þennan samning. Við hvetjum því viðskiptavini okkar til að klára samningsferlið sem fyrst.  Hafi núverandi viðskiptavinir ekki sótt um áframhaldandi reikningsviðskipti fyrir 1.júlí næstkomandi munum við hafa samband við viðkomandi og leiðbeina þeim í ferlinu.

Það er von okkar að viðskiptavinir taki vel í þetta nýja fyrirkomulag, bæði verðandi viðskiptavinir og einnig þeir sem eru nú þegar í reikningsviðskiptum við okkur.