Skóflustunga í Árnesi

9. september sl. var tekin skóflustunga að nýju iðnaðarhúsnæði í Árnesi. Arnór H. Þrándarson, formaður Búnaðarfélags Gnúpverja og slökkviliðsmaður, tók skóflustunguna með gröfu Landstólpa. Búnaðarfélagið stendur að byggingu hússins sem er stálgrindarhús frá Landstólpa, en Landstólpi mun sjá um framkvæmdina í samvinnu við Búnaðarfélagið. Áætlað er að byggingin verði afhent fullbúin í maí 2017.  

Í heild verður húsið 500 fermetrar og mun ma. hýsa nýja slökkvistöð Brunavarna Árnssýslu, aðstöðu Búnaðarfélags Gnúpverja ofl. í nokkrum afmörkuðum rýmum. 

Meðfylgjandi eru myndir teknar við skóflustunguna.