- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Í gær, sunnudaginn, 14. ágúst, bauð Landstólpi viðskiptavinum sínum upp á dagsferð í Skagafjörðinn til að skoða nýjungar í tækjabúnaði fjósa og líka til að eiga skemmtilegan og góðan dag saman.
Farið var bæði frá Egilsstöðum og Selfossi og var það góður hópur fólks víðs vegar af landinu sem skemmti sér saman.
Skoðað var nýja fjósið á Kúskerpi og tóku heimamenn vel á móti gestunum. Á Kúskerpi var verið að taka í notkun nýtt fjós frá Landstólpa en í því er sjálfvirkt gjafakerfi frá Trioliet – fyrsta sjálfvirka gjafakerfið sem við hjá Landstólpa setjum upp. Auk þess er í því fyrsta ,,kúabrúin“ á Íslandi og er hún líka frá Landstólpa.
Að lokinni heimsókn í Kúskerpi var haldið í Vélaval þar sem boðið var upp á léttar veitingar auk þess sem framkvæmdastjórinn grillaði ofan í mannskapinn.
Var þessi ferð í alla staði mjög vel heppnuð og þökkum við kærlega fyrir góða móttökur á kúskerpi og í Vélaval auk þess sem við þökkum ferðafélögunum kærlega fyrir samveruna.