- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Dagana 4.-8. mars stendur Landstólpi fyrir fjósbyggingarnámskeiði í Hollandi, auk þess munum við skoða og heimsækja fjós og fyrirtæki sem þjónusta kúabú. Snorri Sigurðsson, ráðgjafi við þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku, heldur námskeið í formi hefðbundinna fyrirlestra þar sem leitast verður við að kynna allt það nýjasta sem er að gerast í fjósbyggingum í dag. Einnig verður verkleg kennsla í þeim hollensku fjósum sem við heimsækjum. Lögð verður áhersla á að heimsækja ólík fjós, svo þátttakendur sjái sem fjölbreyttastar lausnir s.s. með tilliti til fjósanna sjálfra, mjaltatækni, fóðrunartækni og aðbúnaðar bæði geldneyta og kúa.
Dagskráin er eftirfarandi:
Miðvikudagur 4. mars
Lagt af stað frá Keflavík að morgni og flogið til Amsterdam. Farið í heimsókn til fóðurfyrirtækisins De Heus í Utrecht þar sem verður fræðsla um fóður og fóðrun. Frá Utrecht verður haldið á hótel og eftir kvöldverð verður fjallað um hönnun fjósa.
Fimmtudagur 5. mars
Fyrirlestrar fram undir hádegi og svo farið í vettvangsferðir það sem eftir lifir dags.
Föstudagur 6. mars
Fyrirlestrar fram undir hádegi og svo farið í vettvangsferðir það sem eftir lifir dags.
Laugardagur 7. mars
Farið árla morguns til Amsterdam og getur þá hver og einn notið þessarar einstöku borgar.
Sunnudagur 8. mars
Farið út á flugvöll eftir morgunverð og flogið á ný heim til Íslands. Áætluð lending í Keflavík kl. 15:30.
Þátttökugjald fyrir ferðina og námskeiðið er kr. 140.000,-
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 35.000,-
Innifalið er: Flug, gisting, námskeiðsgjald, rútuferðir og allur matur nema
hádegis- og kvöldverður í Amsterdam.