- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Einkahlutafélagið Landstólpi ehf. var stofnað árið 2000 og starfar á sviði byggingaframkvæmda og landbúnaðar. Landstólpi hefur reist stálgrindarhús og annars konar mannvirki um allt land og er félagið vel þekkt á sínum markaði. Landstólpi er skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu auk þess sem vörumerkjarétturinn byggir á fimmtán ára notkun á nafninu.
Á síðasta ári var einkahlutafélagið Landstólpar þróunarfélag ehf. stofnað og starfar það fyrirtæki einnig á sviði byggingaframkvæmda. Þrátt fyrir að hið nýja félag beri sama nafn og Landstólpi og starfi á sama sviði var af hálfu Ríkisskattstjóra fallist á skráningu þess í fyrirtækjaskrá. Sú ákvörðun hefur verið kærð til ráðuneytis. Gífurlegur dráttur hefur orðið á meðferð málsins hjá stjórnvöldum og hafa félögin starfað við hlið hvors annars á meðan.
Allt frá stofnun hins nýja félags hefur nafn þess valdið ruglingi fyrir viðskiptavini Landstólpa ehf. og hafa starfsmenn fyrirtækisins eftir fremsta megni reynt að leiðrétta þann misskilning í hverju tilviki.
Vegna fréttaflutnings af framkvæmdum Landstólpa þróunarfélags ehf. sem eiga sér nú stað á hafnarsvæði í Reykjavík, einkum vegna ágreinings um hafnargarðinn sem nýlega var afhjúpaður, hefur Landstólpi ehf. fengið fjölda athugasemda og fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum á síðustu vikum. Eigendum Landstólpa ehf. þykir það miður og vilja af þessu tilefni árétta það að félögin Landstólpi ehf. og Landstólpar þróunarfélag ehf. eru tvö ótengd félög. Landstólpi ehf. vonast til að úr þessu verði leyst af hálfu stjórnvalda hið fyrsta með úrskurði.