Umsagnir - Trioliet

Góð reynsla af Trioliet

Flatey á Mýrum í Hornafirði hefur verið tekið í notkun nýtt og glæsilegt fjós, eitt stærsta fjós landsins. Forsvarsmenn búsins, sem er í eigu Selbakka ehf., hafa verið metnaðarfullir við uppbygginguna og haft bæði velferð gripa og vinnuhagræðingu að leiðarljósi. Trioliet T45 heilfóðurkerfi frá Landstólpa var því sett upp í hinu nýja fjósi.

Birgir Freyr Ragnarsson, bústjóri í Flatey:

Trioliet gjafakerfið er gífurlega vinnusparandi og einungis fara tveir tímar annan hvern dag í að setja inn hey

Trioliet

Við erum að ná 100% nýtingu á fóðrið, það er mikill sveigjanleiki í blöndun fóðurs og allt fóður sett inn á sama stað og síðan afgreitt eftir pöntun. Kerfið gefur 27 sinn­um á dag í fjósið og erum við með það stillt á fimm mismunandi fóðrunarhópa.

Birgir telur einnig að Trioliet gjafakerfið hjálpi mjög til við markvissa fóðrun, sérstaklega þegar hjarðirnar eru stórar.

Þegar Birgir er spurður að því hvernig hafi gengið að læra á kerfið segir hann að það hafi gengið mjög vel en eðlilega tekið smá tíma að læra á kerfið til fulls.

Trioliet gefur kúnum fyrir okkur og ef eitthvað bregður útaf lætur kerfið okkur vita með því að senda skilaboð í símann. Kerfið er áreiðanlegt, hefur gengið mjög vel og ekki svikið neitt og þau úrlausnarefni sem hafa komið upp verið leyst fljótt og vel.

Birgir telur að þjónusta Landstólpa við kerfið sé mjög fín og bætir við að lokum: ,,Villi er alltaf snöggur að svara “.