Til baka
Josilac Classic
Josilac Classic

Josilac Classic

Vörunr.

 

Josilac ® íblöndunarefni er lífrænt íblöndunarefni fyrir betri verkun á heyi, hvort sem er í stæður, rúllur eða stórbagga. Josilac ® íblöndunarefnið hentar fyrir allar gerðir af grasplöntum, grænfóðri og belgjurtum. Bestur árangur næst með 20 – 40% þurrefnismagn í votheyi.

Mjólkursýrubakteríur örva mjólkursýrugerjun og við það lækkar pH gildið strax. Samsetning nokkurra stofna mjólkursýrubakteríunnar veldur breiðvirkri og góðri gerjun. Ensím sem eru í íblöndunarefninu styðja við gerjunina með því að leysa upp umfram plöntusykur og leggja til hvarfefni ásamt því að formelta fæðuna. Vegna samspils þessara þátta verður góð og örugg gerjun þrátt fyrir erfiðar aðstæður (t.d. rök veðurskilyrði eða lágur sykurstyrkur).

  • Lágt gerjunartap vegna stýrðs og snöggs gerjunarferlis
  • Hærra næringargildi vegna þess að sykur umbreytist hratt og vel í mjólkursýrugerla og ediksýru en engir smörsýrugerlar verða til
  • Fóðrið ést betur vegna þess að það er lystugra
  • Próteininnihald er hærra vegna þess að niðurbrot próteins minnkar
  • Meiri möguleikar eru á að ná hærri nytum frá þínu eigin heyi
  • Það þarf ekki eins mikið kjarnfóður og próteinfæðu og þess vegna getur fóðurkostnaður lækkað

  

Lýsing


600,000 CFU Lactogerill / gr. vothey (CFU = Þyrping sem mynda einingar)


Mjólkursýrugerlar: 1,0 x 1011 CFU / g product:
Lactobacillus plantarum NCIMB 30083 (1k)
Lactobacillus plantarum NCIMB 30084 (1k)
Pediococcus acidilactici NCIMB 30085 (1k)
Pediococcus acidilactici NCIMB 30086 (1k)
43.000 HET / g í vöru: Xylanase frá Trichoderma longibrachiatum MUCL 39203 (EC 3.2.1.8) (1k)


Lactobacillus plantarum DSM 11672 >0,5 x 10 E11 CFU/g
Pediococcus acidilactici DSM 11673 >1,0 x 10E11 CFU/g
Lactobacilli Homofermentative (Lactobacillus, Pediococcus) og ensím.
Er sýra sem veitir mjólkursýrugerlum næringarefni og eykur vöxt.


Við stofuhita (20 °C): 6 mánuðir
Í ísskáp (4 – 8 °C): 12 mánuðir
Í frysti (-18 °C): 24 mánuðir


Í einum pakka er 150 gr. sem nægir í 25 tonn af votheyi eða í 36 m³ frágenginni stæðu. (=6,0 gr af Josilac Classic í 1 tonn af votheyi.)


Josilac®Classic íblöndunarefnið hentar fyrir allar gerðir af grasplöntum, grænfóðri og belgjurtum.
Bestur árangur næst með 20 – 40% þurrefnismagn í votheyi.


• Styður mjólkursýru gerjun
• Vegna hraðrar gerjunar lágmarkast næringartap
• Bætir lystugleika
• Forðar smjörsýru gerjun
• Eykur fóðurgildi og meltanleika


Hrærið eitt umslag af Josilac Classic (150 gr.) í ca 0,5 L af vatni og hrærið vel. Bætið síðan við að lágmarki 10 lítrum af vatni (sem gerir 0,4 lítrar af upplausn í hvert tonn af votheyi/ =6 gr. Josilac Classic í hvert tonn af votheyi) og að hámarki 50 lítra af vatni (sem gerir 2 lítrar af upplausn í tonn af votheyi / = 6 gr. Josilac Classic í hvert tonn af votheyi) Blöndunin fer eftir uppskeru, þurrefnisinnihaldi og úðunar tækjum. Hitastig vatnsins þarf að vera 18 – 30 °C. Upplausnin er tilbúin til notkunar þegar búið er að hræra vel og skal notuð á innan við 48 kl. eftir blöndun.


• Slá á réttum tíma
• Saxa heyið í rétta strálengd
• Góð þjöppun
• Loka stæðunni á innan við 24 tímum
• Þekja stæðuna með undir- og yfirplasti
• Heyið sé með um 20-40% þurrefnisinnihald

Nánari upplýsingar HÉR