- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
C470 er fjölhæft tæki sem nýtist sem Hálmblásari og/eða fóðurvagn. Hann rúmar tvær 150cm rúllur.
Blásarinn er búinn tveimur hraðastillingum, annars vegar 280rpm þegar verið er að nota fóðurrennuna og hins vegar 540rpm þegar til dæmis er verið að blása hálmi. Í þeirri stillingu er hámarksblástursfjarlægð 18 metrar.
Drifið í C470 er tvískipt. Rúllutætarinn er tengdur við aflúrtak en blásarinn er glussadrifinn. Blástursraninn er einnig glussadrifinn og snýst í 300°, auk þess sem hæðin er stillanleg.
Þessu er stjórnað með stýripinna sem fylgir með tækinu.
Mögulegt er að tækið nýtist í fleiri hluti m.a við landgræðslu.