Til baka
Malarklemma
Malarklemma

Malarklemma

Vörunr. VIKL


Hægt er að hjálpa kúm sem ekki geta staðið upp sjálfar með notkun á malaklemmu.

  • Auðvelt að stilla.
  • Nauðsynlegt hjálpartæki á hverju mjólkurbúi.
  • Hægt að bjarga kúm sem geta ekki staðið upp sjálfar.
  • Með handfangi sem hægt er að fjarlægja og passar á báðar hliðar á klemmunni.

Einfalt er að setja klemmuna utan um malir kýrinnar, þrengja hæfilega að og hífa upp þar til kýrin stendur í fæturna. Þá er hægt að minnka togið en halda samt aðeins við til þess að kýrin detti ekki strax aftur til hliðar meðan hún er að ná jafnvægi.

Ef kýrin getur ekki staðið sjálf eftir að hún hefur verið hífð upp þá þýðir ekki að láta hana hanga í malaklemmunni til lengri tíma heldur ætti í staðin að velta henni yfir á hina hliðina á 3 klst fresti. Malaklemman er hönnuð þannig að ef hún er notuð rétt getur hún ekki valdið skaða í kringum mjaðmabeinin.