- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Landstólpi hefur til sölu epoxy efni til að yfirborðsmeðhöndla gólffleti sem kallast „MSE Floorequalcoat-trans“ frá MS Schippers. Það er fáanlegt í mismunandi litum og umbúðamagni.
Helstu kostir efnisins eru:
- Ferskara fóður
- Minni fóðurleifar
- Sterkt og endingargott
- Aukin mjólkurframleiðsla
- Auðvelt að þrífa
- Vatnshelt
- Auðvelt að bera á
Gott að vita:
Yfirborðshiti þarf að vera 12 gráður eða meira þegar efnið er lagt.
*miðast við 2 kg. pr/m2 en þarf meira fyrir eldri gólf.
HÉR má nálgast leiðbeiningar.
Hér má sjá myndband frá MS Schippers af lagningu efnisins á gólfflöt:
Á undanförnum árum hefur Landstólpi verið leiðandi aðili í innflutningi og hönnun á hagkvæmum innréttingum og tæknibúnaði í nútíma fjós. Frá upphafi hefur fyrirtækið kappkostað við að veita viðskiptavinum sínum góða og persónulega þjónustu auk þess að sérhæfa sig í því að breyta gömlum fjósum og hanna ný með velferð gripanna og vinnusparnað að leiðarljósi.
Á árunum 2009-2011 hóf fyrirtækið eigin framleiðslu á millgrindum, skágrindum, stólpum og fleiru sem fram að því hafði allt verið keypt erlendis frá og erum við því stolt að geta boðið upp á íslenska framleiðslu.
Landstólpi býður upp á faglega ráðgjöf í fjósbyggingum sem og í:
Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.
Landstólpi býður upp á hágæða ljós í gripahús. Hægt er að fá þau í 250W og/eða 400W með hvítri eða gulri peru. Rétt lýsing í húsum er mjög mikilvæg bæði til að auðvelda vinnu og til að auka afköst.
Aukin mjólkurframleiðsla með réttri lýsingu!
Eins og við vitum er öll vinna í fjósinu léttari ef rétt lýsing er til staðar. En oft vill það gleymast að rétt lýsing er til mikilla bóta fyrir heilbrigði og framleiðslugetu kúnna. Sérstaklega ef ljósmagnið er mikið. Það hjálpar að sjálfsögðu að setja upp eina röð í viðbót af flúorljósum, en miklu betra er að setja upp heildar lýsingu með High Pressure Sodium eða Metal Halide ljósum.
Ljós hefur mikil áhrif á hormónastarfsemi kúnna. Kýr sem eru í björtu 16 tíma á dag og síðan 8 tíma í myrkri, mjólka að minnsta kosti 3 kg meira fyrstu fjóra mánuðina eftir burð og eins er vaxtarhraði kálfa meiri. Með því að hafa áhrif á IGF-1 hormónið með þessum hætti, þroskast kvígurnar hraðar, þó svo að engu sé breytt varðandi fóðrun þeirra. Spenarnir fitna ekki óeðlilega og mjólkurframleiðslan eftir fyrsta burð helst stöðug. Með lengri og öflugri lýsingu eru mjólkurkýr fljótari að kelfast og þannig styttist meðgöngutíminn. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að kýr sem er í birtu meira en 13,5 tíma á dag framleiðir 6-15% meiri mjólk, án þess að hlutfall próteins í mjólkinni breytist, einungis fituprósentan getur lækkað örlítið. Og ekki síst, þá éta kýrnar meira fóður ef lýsingin er mikil.
Einnig hefur sjálft ljósmagnið áhrif. Á nóttunni þarf að vera dimmt svo hormónajafnvægi haldist í beinu framhaldi af mikilli lýsingu að deginum. Ef óskað er eftir að hafa ratljóst í fjósinu að næturlagi, er gott að hafa eina röð af rauðum 9-11 watta perum, sem gefur passlega veika birtu. Á daginn þarf ljósmagnið hjá kúnum að vera minnst 150-200 lux. Jafnvel þótt birta utandyra á sólbjörtum degi geti verið allt að 88.000 lux og í sólarleysi 10.000 lux þá getur ljósmagnið innandyra aldrei orðið svo mikið.
En hvernig færum við svo mikið ljósmagn inn í húsið? Bakkabræður reyndu að bera það inn í húfum en svarið er: með meiri lýsingu auðvitað. En er þá nóg að bæta við flúorljósum? Nei, segir Cees-Jan van den Dool frá Agrilight í Hollandi. Með hjálp teikninga af húsinu býr hann til áætlun um fjölda ljósa og staðsetningu þeirra með hliðsjón af súlum, veggjum og öllu sem áhrif getur haft á jafna dreifingu ljóssins og búið til skugga. Á grunni þessara upplýsinga er lýsingin hönnuð með aðstoð tölvutækni.
Í fjósum með litla lofthæð er nauðsynlegt að nota flúorlýsingu, þar sem þau nýtast best í 3 metra hæð eða minna. En Van den Dool er ekkert sérstaklega hrifinn af flúorlýsingu. Hún er lengi í gang í kulda og nær heldur ekki fullum styrk. Hámarksafköst flúorlýsingar er við 20°C, en fyrir neðan frostmark eru afköstin aðeins 50%. Þannig að ef útreiknað ljósmagn er 150-200 lux og lýsingin hönnuð í samræmi við það, þá er hún aðeins 75-100 lux í frosti. Flúorlýsing er því ekkert sérstaklega skilvirk. Mjórri gerð af 58 watta flúorperu skilar 80-85 lumen per watt, venjuleg ljósapera 10-15 lumen per watt og sparpera 70-75 lumen per watt. Á hinn bóginn er sverari gerðin af flúorperum ekki eins viðkvæm fyrir kulda, en skilar aðeins 68 lumen per watt. Þannig að í köldum fjósum er það til bóta að skipta út mjórri gerðinni fyrir þær sverari, þó að ljósmagnið sé minna miðað við hámarksafköst. Einnig ber að hafa í huga að sverari gerðin er fljótari að hitna og ná hámarkslýsingu.
Fyrir stærri og að minnsta kosti 4,5 metra há fjós er hentugast að nota High Pressure Sodium eða Metal Halide lýsingu. Upphitunartími þeirra er einungis 1 mínúta.
Engar vörur í flokki