- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Dráttarvéladekk eru til af nokkrum gerðum og eiginleikar þeirra eru mismunandi.
Stærri snertiflötur þíðir minni jarðvegs þjöppun. Hægt er að auka snertiflöt dekkja með því að minnka í þeim loftþrýstinginn, en hafa ber í huga að burðarþol þeirra minnkar og draga verður úr hraða.
Einnig eru til dekk sem eru gerð fyrir minni loftþrýsting án þess að það komi niður á burðarþoli og hraða.
"Standard" dráttarvéladekk er þannig uppbyggt að loftþrýstingur - burður og hraði spila saman. Þ.e.a.s. við aukinn hraða og burð þarf að auka loftþrýsting.Einnig er hægt að auka snertiflöt dekkja með því að fara í breiðari dekk. Sem dæmi má nefna að vél sem er á 580/70R38 að aftan getur notað 650/65R38 í staðinn, sama hæð en breiðara dekk.
Huga þarf að því að breiðara dekk kallar yfirleitt á breiðari felgur.
Best er að fletta upp hvað hver dekkjaframleiðandi mælir með, það er ekki endilega það sama milli framleiðanda.
Hér er smá dæmi frá einum framleiðanda um loftþrýstings:
IF (improved flexion) dráttarvéladekk þola 20% minni loftþrýsting en "Standard" án þess að það komi niður á burði og hraða sem þýðir að þau henta betur þegar að hugað er að jarðvegsþjöppun.
VF (very high flexion) eru svo besti kosturinn þegar að huga þarf að þjöppun á jarðvegi. Vf dekk leyfa 40% minni loftþrýsting en "Standard" dekk án þess að það komi niður á hraða og burði í þeim aðstæðum sem dráttarvélin er að vinna við.
Alltaf er mælt með því að auka loftþrýstinginn þegar um langan akstur í langan tíma er að ræða.
Engar vörur í flokki