Dráttarvéladekk

Val á dráttarvéladekkjum með þjöppun á jarðvegi í huga

Eru dekk bara dekk? og skipta þau einhverju máli? þ.e.a.s hvað dekk eru undir dráttarvélinni.

Dráttarvéladekk eru til af nokkrum gerðum og eiginleikar þeirra eru mismunandi.

Stærri snertiflötur þíðir minni jarðvegs þjöppun. Hægt er að auka snertiflöt dekkja með því að minnka í þeim loftþrýstinginn, en hafa ber í huga að burðarþol þeirra minnkar og draga verður úr hraða.

Einnig eru til dekk sem eru gerð fyrir minni loftþrýsting án þess að það komi niður á burðarþoli og hraða.

"Standard" dráttarvéladekk er þannig uppbyggt að loftþrýstingur - burður og hraði spila saman. Þ.e.a.s. við aukinn hraða og burð þarf að auka loftþrýsting.Einnig er hægt að auka snertiflöt dekkja með því að fara í breiðari dekk. Sem dæmi má nefna að vél sem er á 580/70R38 að aftan getur notað 650/65R38 í staðinn, sama hæð en breiðara dekk.

Huga þarf að því að breiðara dekk kallar yfirleitt á breiðari felgur.

Best er að fletta upp hvað hver dekkjaframleiðandi mælir með, það er ekki endilega það sama milli framleiðanda.

Hér er smá dæmi frá einum framleiðanda um loftþrýstings:

 

IF (improved flexion) dráttarvéladekk þola 20% minni loftþrýsting en "Standard" án þess að það komi niður á burði og hraða sem þýðir að þau henta betur þegar að hugað er að jarðvegsþjöppun.

VF (very high flexion) eru svo besti kosturinn þegar að huga þarf að þjöppun á jarðvegi. Vf dekk leyfa 40% minni loftþrýsting en "Standard" dekk án þess að það komi niður á hraða og burði í þeim aðstæðum sem dráttarvélin er að vinna við.

Alltaf er mælt með því að auka loftþrýstinginn þegar um langan akstur í langan tíma er að ræða.

Vörur

Engar vörur í flokki

Vöruflokkar