- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Fullwood hefur verið að hanna mjaltaþjóna í yfir 20 ár og einbeitt sér að því að koma með bestu lausnirnar til að tryggja öruggar og skilvirkar mjaltir fyrir alla sína kúabændur. Í dag höfum við sameinað nýjustu tækni til að koma fram með besta Fullwood mjaltaþjóninn til þessa - M²erlin.
1. AFKÖST
2. MJÓLKURGÆÐI
3. SKILVIRKNI
Með M2erlin, býður Fullwood fullkominn sveigjanleika þegar kemur að uppsetningu.
Hugtakið okkar, K-flæði, er stutt með nýju Texas hliði ásamt hliðar inngangi og 2 útgöngum að framan. Þau gera okkur kleift að velja tvær leiðir eftir mjaltir. Styttri bás fækkar einnig heildar fótsporum í mjaltaþjóninum.
Styttri bás
FRJÁLST AÐGENGI
Það er mjög auðvelt að koma upp frjálsri umferð kúa í nánast öllum byggingum. Með M²erlin, hafa hliðin í K-flæðinu gert það auðveldara en nokkru sinni fyrr. Frjálst flæði gefur kúnum frelsi til að velja án takmarkana.
ÚR MJÖLTUM TIL FÓÐRUNAR
Fyrsti möguleikinn fyrir stýrða umferð. Kýrnar sem koma að fóðrunaraðstöðunni þurfa að fara í gegnum forvalshlið sem stjórnar því hvort þær þurfi að fara í mjaltir. Kýr sem ekki þurfa að fara í mjaltir fara í fóðrunaraðstöðuna en þær sem eru komnar að mjöltum fara í mjaltaþjóninn.
ÚR FÓÐRUN TIL MJALTA
Annar möguleikinn fyrir stýrða umferð. Kýrnar geta alltaf farið í fóðrunaraðstöðuna í gegnum einstefnuhlið. Ef að kýr vill svo snúa aftur á legubásana þarf hún að fara í gegnum forvalshlið sem ákveður hvort hún sé tilbúin að fara í mjaltir. Eftir mjaltir er kúnum sleppt í fóðrunaraðstöðuna áður en þær geta lagst aftur niður.
BEITARMÖGULEIKAR
Sjálfvirka beitarkerfi Fullwood býður uppá alhliða og þaulreyndar lausnir fyrir eigendur M²erlin sem vilja hámarka nýtingu beitarlands. Með fjölda viðskiptavina í mörg ár sem treysta eingöngu á beit er Fullwood í fremstu víglínu hvað varðar þekkingu og reynslu í AMS (sjálvirkar mjaltir) og beitarkerfum.
Lausnir innihalda:
Fullwood M²erlin bændur hafa marga valmöguleika þegar kemur að því að hafa réttu upplýsingarnar á réttum tíma til að stjórna hjörðinni. Möguleikarnir sem í boði eru, eru allt frá því að hafa grunnupplýsingar á rekstri mjaltaþjónsins til mjólkurgreiningar. Við getum einnig veitt upplýsingar í mjaltaþjóninum sjálfum, á skrifstofunni, í mjaltaþjónstölvunni eða hvar sem þú vilt á spjaldtölvu eða snjallsíma.
VIÐ MJALTAÞJÓNINN...
Fullwood M²erlin er útbúinn stórum snertiskjá með innbyggðu hjarðarstjórnunarkerfi. Það veitir handhægar upplýsingar svo sem um mjólkurflæði, nyt og þrif. Allt þetta er hægt að skoða án þess að þurfa að fara í tölvuna á skrifstofunni. Kerfið var hannað með bændur í huga og er mjög einfalt í notkun. Í hjarðarstjórnunarkerfinu getur þú skráð inn númer kúa, gefið auka kjarnfóður, hleypt kúnni úr mjaltaþjóninum eða stillt inn aðskilnaðarstíur.
SMÁATRIÐI Á SKRIFSTOFUNNI
Þegar bændur velja mjaltaþjóna eru þeir einnig að velja það að stjórna tíma sínum á skilvirkan hátt. Með hjarðarstjórunarhugbúnaðinum Crystal, sem hannaður var af Fullwood, hefur þú algjöra stafræna stjórnun yfir mjöltum, kjarnfóðri, aðskilnaði, heilsufari og frjósemi þinnar hjarðar. Kerfið býður þér því ekki eingöngu uppá betra jafnvægi milli vinnu og frítíma heldur líka hafsjó af upplýsingum um þína framleiðslu og gripi.
EÐA HVAR SEM ÞÚ ÞARFT.
MerlinView veitir þér skýra yfirsýn yfir aðgerðir M²erlin. Það var þróað til að nota í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Það gerir notandanum kleift að skoða upplýsingar um mjaltir, kjarnfóður, þrif og einstaka gripi. Gögnin sem sýnd eru, eru í rauntíma, og sýna því nákvæmlega hvað er að gerast í mjaltaþjóninum á þeim tíma en einnig hvað hefur verið að gerast síðustu klukkutíma. Með þessum upplýsingum er hægt að fá skýra mynd af daglegri frammistöðu M²erlin.
CRYSTACT II
Þetta snjalla skrefamæliskerfi var hannað til að geta veitt réttar upplýsingar um hreyfingu, beiðslisgreiningu og auðkenni kúa. 24/7 sendar veita stöðuga greiningu á frjósemi, burðartilkynningum og heilsufarstilkynningum. Sendarnir eru samþættir Crystal – framúrskarandi hjarðarstjórnunarkerfinu okkar. Þessi heildar stjórnunarlausn aðstoðar við að hámarka bæði frjósemisskilvirkni og heilsufar í þinni hjörð. Með þessari hönnun og öfluguri rafhlöðu er CrystAct II hannað til að endast í jafnvel erfiðustu aðstæðum.
CRYSTALAB
Er rannsóknarstofa M²erlin – háþróaður efnisþáttagreinir á mjólkinni. Sérstakir skynjarar fylgjast með og skrá allar mikilvægar upplýsingar um mjólkina, fitu, prótein og laktósa fyrir hverja einstaka kú í öllum mjöltum. Þessi gögn eru síðan greind í Crystal og öll möguleg hættueinkenni eru auðkennd. CrystaLab er árangursríkt verkfæri í að greina snemma júgurbólgu, súravömb
og súrdoða. Fleiri kostir eru eftirfylgni í fóðrun (TMR leiðréttingar) til að nýta fóðurtöflur sem best og koma í veg fyrir smit í tankinn af völdum blóðs og/eða sýklalyfja. Snögg greining og uppgvötun á heilsufarsvandamálum og tímanleg inngrip sparar ekki bara dýralæknakostnað, heldur hjálpar einnig framleiðslu á hágæða mjólk.
4QC
4QC er meira en bara skynjari. Hann er byggður á hitastigsleiðnimælingum sem gefur skýra mynd af þeim júgurhluta sem er sýktur. Leiðni mjólkur er mæld fyrir hvern júgurhluta sem gefur vísbendingu um flæðihraða og framlag hvers júgurhluta í heildarnyt. Öll þessi gildi eru skráð og geymd. Þetta gerir þér kleyft að bera saman gögn og sjá breytingar í hverjum júgurhluta fyrir sig.
með mjaltaþjónum eru kýrnar mjólkaðar allan sólarhringinn svo að kæla þarf mjólkina reglulega í litlum skömmtum yfir allan sólarhringinn. Til að hámarka mjaltir á sólarhring á hverja kú er stöðvunartíma M2erlin haldið í lágmarki. Þess vegna er uppsetning á forðatanki (buffer) ómissandi í heildar AMS kerfinu.
1. Veldu þinn grunn - M2erlin
VELDU Á MILLI TIRIS AUÐKENNIS EÐA VIRKNIS AUÐKENNIS, 1 HLIÐAR
INNGANGUR OG 1 KJARNFÓÐURSKAMMTARI SEM GRUNN.
Þetta er allt sem þú þarft til að mjólka þína hjörð en viljir þú meiri stýringu og sjálfvirkni
höfum við marga pakka í boði til að koma til móts við þínar þarfir.
2. Veldu samsetninguna fyrir þitt bú
3. Veljið fleiri aukahluti af aukahlutalistanum okkar
Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.
Engar vörur í flokki