Við höfum gefið fóður frá Landstólpa í u.þ.b. 3 ár. Kýrnar hafa verið mjög hraustar og sérstaklega lítið borið á krankleika. Efnainnihald hefur tekið breytingum til hins betra og hefur haldist gott síðan. Áferð er góð og lystugleiki mikill. Þá er þjónusta Landstólpa til fyrirmyndar í kringum fóðurviðskipti.
Gunnar og Sigurbjörg á Hjarðarfelli, Eyja- og Miklaholtshreppi
Á vormánuðum 2017 hófum við gjöf á fóðri frá Landstólpa eftir það hefur súrdoði varla sést og hjörðin almennt heilbrigð. Lágt próteininnihald hafði verið viðvarandi vandamál hjá okkur en nú er það komið yfir meðallag og nytin hafa einnig aukist. Við höfum fengið toppþjónustu og einstakan liðleika. Einstaklega þægilegt t.d. að fá aðrar rekstrarvörur með heim í bílnum. Gaman frá því að segja að frá fyrsta degi átu allar kýrnar fóðrið með bestu lyst, sem er ekki sjálfgefið frá fyrri reynslu.
Sigurður og Sigríður í Steinsholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Við byrjuðum að taka fóður frá Landstólpa jólin 2009 og urðum fljótt vör við meiri stöðugleika og betra heilsufar en áður. Nytin hafa aukist til muna síðustu ár og efnainnihald mjólkur haldist gott engu að síður. Kýrnar hér áttu það til að fitna talsvert á seinni hluta mjaltarskeiðs, en það hefur breyst mjög til batanaðar. Þjónusta Landstólpa hefur verið fullkomlega hnökralaus. Tekið hefur verið vel á öllum vandkvæðum sem komið hafa upp.