Til baka
Lyftibrú
Lyftibrú

Lyftibrú

Vörunr. OH001

 

Ef fjósið er þannig hannað að dýrin þurfi reglulega að fara yfir fóðurganginn, t.d. þegar kýr fara í mjaltir, þá er mjög hagkvæmt að setja upp lyftibrú. Einnig getur hún komið á góðum notum ef færa á gripi milli svæða eða deilda í húsinu eða ef þeir þurfa að komast út úr húsinu um fóðurganginn.

 

Lýsing

Kostir við notkun á lyftibrúnni:

  • Þegar færa þarf gripi á milli svæða skíta þeir ekki út fóðurganginn
  • Ekki þarf hliðgrindur til þess að loka fóðurganginn af þegagr rekið er á milli vegna þess að brúin lyftist upp og lokar fyrir fóðurganginn
  • Hægt er að hafa steinbita undir brúnni til þess að skíturinn fari niður í haugkerfið
  • Ekki er hæðarmunur fyrir kýrnar þegar þær fara yfir fóðurganginn vegna þess að brúin lyftist upp og þá getur gólfið undir brúnni verið í sömu hæð og steinbitarnir sem kýrnar standa á
  • Fóðurgangurinn er allur í sömu hæð þegar brúin er niðri
  • Vökvadrifin lyftibrú með eigin vökvadælu og tvíverkandi cylinder
  • Vökvadæla og stýring er niðursteypt þannig að hún tekur ekki pláss í fjósinu, jafnframt er þetta vörn frá skít, fóðri og raka frá fóðrinu
  • Einfaldir rofar til þess að opna og loka brúnni ásamt neyðarstoppi eru staðsettir beggja vegna brúarinnar
  • Öflug smíði sem þolir 10 tonna öxulþunga
  • Hálkuvarið yfirborð
  • Heitgalvaníserað sem þolir umhverfið í fjósinu
  • Með tvöfaldri brú opnast báðir hlutar á sama tíma
  • Opnunartími einungis 15 sek.
  • Hægt er að fá einfalda eða tvöfalda lyftibrú
  • CE merkt