- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Landstólpi flytur inn vörur til stæðugerðar í samstarfi við Bosch Beton.
Bosch Betonindustrie BV hóf framleiðslu á steyptum einingum í smáum stíl fyrir um það bil 50 árum. Í kringum árið 1980 hófst framleiðslan á öflugum og endingagóðum stæðuveggjunum, öllum hönnuðum af stofnanda og eiganda fyrirtækisins. Í dag hefur fyrirtækið framleitt fjöldan allan af stæðum fyrir landbúnaðinn í vestur Evrópu. Framleiðslan er nú mjög skilvirk, vönduð og fljótvirk til að koma til móts við iðnaðinn. Reynsla og ábendingar frá viðskiptavinum hafa endurbætt vörurnar og þjónustu fyrirtækisins. Bosch Beton vill halda góðu sambandi við viðskiptavini sína og bjóða upp á mestu gæði sem völ er á á markaðnum í dag.
Hægt er að skoða heimasíðu Bosch Beton
Hér má sjá bækling með ítarlegum upplýsingum um vöruúrvalið.
Landstólpi hefur til sölu gjafakerfi frá hollenska framleiðandanum Cowhouse. Cowhouse International er staðsett í héraðinu Friesland í Hollandi þar sem að svart-hvítu Holstein kýrnar eiga heimkynni. Cowhouse býr yfir 20 ára reynslu í að skila af sér hágæða fjósbúnaði og þeir leggja mikla áherslu á velferð kúa.
Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um gjafakerfin.
Hægt er að skoða heimasíðu Cowhouse
Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.
Fyrirtækið Trioliet býr yfir ríflega 60 ára reynslu í þróun og framleiðslu á gjafakerfum fyrir bændur. Þeir leggja mikla áherslu á þróun á nýjum vörum.
Þeir bjóða upp á mjög gott úrval af stæðuskerum, gjafakerfum, heilfóðurkerfum og fleiri vöruflokkum.
Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðu Trioliet.
Vel valin myndbönd af Trioliet má sjá HÉR
Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.
Kálfafóstran Urban Alma Pro Smart Touch:
DairyPower er leiðandi fyrirtæki í Evrópu í hönnun og framleiðslu á flórsköfukerfum. Kerfin frá þeim hafa marga eiginleika sem gera þau að öruggustu og bilanaminnstu flórsköfukerfum í heimi. Flórsköfukerfum hefur í gegnum tíðina verið stjórnað með reipi, vír eða keðju. Flórsköfukerfunum frá DairyPower er stjórnað með sjálfvirku vökvakerfi sem þýðir að það eru færri hreyfanlegir hlutir og mun minni líkur á bilun.
Ef fjósið er þannig hannað að dýrin þurfi reglulega að fara yfir fóðurganginn, t.d. þegar kýr fara í mjaltir, þá er mjög hagkvæmt að setja upp lyftibrú. Einnig getur hún komið á góðum notum ef færa á gripi milli svæða eða deilda í húsinu eða ef þeir þurfa að komast út úr húsinu um fóðurganginn.
Flórsköfuróbótinn JozTech er hljóðlátur og hreinsar flórana vel. Hann getur farið inn í horn á hægum hraða og notar skynjara sér til stuðnings. Með því að nota flórsköfuróbót er gólfið alveg laust við aukahluti eins og flórsköfur, keðjur, bita og þess háttar sem annars þarf. Einnig verða ekki leifar af skít eftir á enda flórs.
Kjarnfóðurbás þar sem kýrnar fara út að framan og þurfa því ekki að bakka út úr honum þegar þær hafa étið.
Þegar kýrnar þurfa að bakka út úr kjarnfóðurbás getur komið fyrir að aðrar kýr reki þær út úr honum. Það getur leitt til aukins álags og jafnvel meiðsla á fætur og klaufir. Til þess að sporna við þessu hafa þeir hjá Hanskamp þróað kjarnfóðurbás þar sem kýrnar fara út að framan. Kúm sem eru neðar í virðingarstiganum líður betur og finnst þær öruggari því um leið og kjarnfóðurbásinn lokast geta kýrnar byrjað að éta í friði.
Kjarnfóðurbásinn kemur með búnaði sem nefnist „pipe-feeder“ og með þeim búnaðir minnkar hávaðinn þegar fóðrið kemur og sömuleiðis minnka líkur á ryki. Í þessu er einnig búnaður sem kemur í veg fyrir að meira kjarnfóður komi í skálina þegar búið er að gefa kúnum rétt magn.
Hefðbundinn kjarnfóðurbás sem auðvelt er að setja upp. Til þess að auka þægindi fyrir kýrnar við notkun kjarnfóðurbássins er hægt að setja upp þjófavarnarhlið á hann. Þá lokast hliðið þegar kýrin er komin inn í básinn og hún verður þá ekki rekin út úr honum af öðrum stærri eða frekari kúm.
Kjarnfóðurbásinn kemur með búnaði sem nefnist „pipe-feeder“ og með þeim búnaðir minnkar hávaðinn þegar fóðrið kemur og sömuleiðis minnka líkur á ryki. Í þessu er einnig búnaður sem kemur í veg fyrir að meira kjarnfóður komi í skálina þegar búið er að gefa kúnum rétt magn.